á endalausu ferðalagi...
föstudagur, september 09, 2005
Þá er það tilraun 2 með að blogga. Síðast þegar ég reyndi að blogga tilkynnti talvan mér það að þessi síða væri ekki til, kannski smá hint um að ég sé bara alls ekki nógu dugleg við að blogga!

Skólinn er kominn á fullt, eftir bara eina viku. Það eru stílar sem þarf að skila og heill hellingur af blaðsíðum sem þarf að lesa. Þannig að maður hefur valið um hvort að maður eigi að lesa eitthvað á dönsku, ensku eða þýsku, ekki slæmt það. Gústi skipti yfir í ensku og líkar bara mjög vel. Ég á örugglega ekki eftir að sjá hann mikið nema með bók fyrir andlitinu þar sem hann þarf líka að lesa alveg heilan helling.

Við erum svo búinn að fjárfesta í fjölskyldubíl og keyrum um á grænum golf station. Þetta er bara æði að vera komin á bíl. Ég er farin að sjá fram á fullt af bíltúrum um fyn á sunnudögum og ekki spillir fyrir að hafa svona stórt skott þegar er farið í svoleiðis bíltúra!

Við fórum svo á sunnudaginn upp á Hasmark og ætluðum að ganga alla leið á Enebærodde en fórum bara styttri hring og ákváðum að koma bara aftur og hafa hjólin með okkur því þetta eru 6 km. Þannig með hjól og nesti er þetta fín leið. Svo urðu flugurnar sammála mér um að Gústi sé nú sætur strákur því hann vaknaði á mánudagsmorgni með 10 bit á fótum og baki og klæði líka rosalega í þetta allt saman. En núna hefur hann það fínt og ber á sig flugnafælu þegar hann fer á fótboltaæfingar.

Þar til næst.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.